fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Þegar Ellinikí Radiofonía Tileórasi var opnað aftur

Egill Helgason
Mánudaginn 2. nóvember 2015 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vitnað í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem spurði í viðtali í gær hvort við myndum stofna Ríkisútvarp núna ef við hefðum það ekki?

Það má sjálfsagt gefa margvísleg svör. Eitt svarið er að alls staðar í löndunum í kringum okkur er Ríkisútvarp og það er sterkast í löndunum sem við berum okkur helst saman við – Norðurlöndunum og Bretlandi.

Ein spillingar- og hrunstjórnin í Grikklandi lokaði gríska ríkisútvarpinu árið 2013. Stjórn Syriza með Alexis Tsipras forsætisráðherra opnaði Ellinikí Radiofonía Tileórasi (ERT) aftur síðastliðið sumar. Það var eitt stærsta mál flokksins, enda skildu kjósendur að það væri óhæfa að öll fjölmiðlun væri í höndum fjármagnsafla.

Það sem við þurfum auðvitað eru sterkir fjölmiðlar sem eru óháðir hagsmunaöflum og þurfa heldur ekki að óttast að stjórnmálamenn sitji um þá. Það þarf líka betri stjórnsýslu, þar sem er farið eftir leikreglum sem gilda til lengri tíma, þar sem ræður ekki geðþótti eða það sem Guðmundur Andri Thorsson kallar Óttastjórnun í pistli í dag.

Menn skyldu gera sér grein fyrir því að hið mikla fylgi Pírata er ekki síst krafa um betri stjórnarhætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins