fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Martin Wolf: Rökin með almenningsútvarpi hafa styrkst

Egill Helgason
Föstudaginn 30. október 2015 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verndum BBC, ef það væri ekki til, þyrftum við að finna það upp, skrifar Martin Wolf í pistli í Financial Times. Greinin ber yfirskriftina “Almenningsútvarpið er í eigu fólksins”.

Martin Wolf er einn virtasti blaðamaður á Bretlandi og reyndar víðar – staða hans sem viðskptablaðamanns er einstök á heimsvísu. Wolf fjallaði talsvert um íslenska efnahagshrunið. Meðal þess sem Wolf ráðlagði Íslendingum var að borga ekki Icesave, ganga ekki í ESB, og hann fordæmdi framkomu bresku ríkisstjórnarinnar gagnvart Íslandi. Hér er grein um Icesave eftir Wolf sem var dreift víða á sínum tíma og reyndist dýrmæt.

Wolf segir í greininni að stjórnmálamenn þurfi að muna að þeir eigi ekki BBC. Það sé í eigu fólksins, þeirra sem eru uppi nú og framtíðarkynslóða. Hann segist hafa trúað því eitt sinn að starfæn tækni myndi grafa undan tilveru almenningsútvarps, jafnvel svo að það virtist óþarft. Þetta hafi verið skammsýni. Þvert á móti hafi rökin með almenningsútvarpi styrkst.

Wolf bendir á að þjóð eins og Bretar sé miklu klofnari í hópa og fylkingar en áður var. Þegar BBC var sett á stofn var þjóin mun einsleitari. Vilji menn sjá hvernig fer ef fjölmiðlarnir skipta fólki niður í sífellt minni einingar, “gettó hugarfarsins”, þurfi menn ekki annað en að líta til hvernig fór í Bandaríkjunum eftir að hallaði undan fæti hjá stóru stjónvarpsstöðvunum. Hann vitnar í orð bandaríska öldungadeildarþingmannsins Daniels Patricks Moynahan sem sagði: “Allir eiga rétt á sínum eigin skoðunum, en ekki sínum eigin staðreyndum.”

Í Bandaríkjunum virðist þetta ekki lengur eiga við, eins og sjá má þjóðfélagsumræðunni þar í landi. Í Bretlandi, segir Wolf, er það BBC sem leggur fram staðreyndirnar og haslar vettvang umræðunnar. Stofnunin sé ekki fullkomin, en hún sé ekki eins ófullkomin og stjórnmálamennirnir halda fram. Hún sé í raun betri en allir valkostir sem hægt er að hugsa sér.

Stafræn miðlun hefur gjöreyðilagt efnahaginn á bak við upplýsingamiðlun. Þegar auglýsingatekjur færast frá dagblöðum yfir til fárra risastórra aðila stórminnka möguleikar einkarekinna fjölmiðla til að safna og miðla upplýsingum. Mikið af því sem er eftir er innan vébanda fyrirtækja sem hafa sína eigin sterku stjórnmálalegu og viðskiptalegu hagsmuni. Geta BBC til að safna fréttum og greina þær er því mikilvægari en áður.

Það er spurt um hversu víðfem starfsemi BBC á að vera, segir Wolfe. Þar verða stjórnvöld að muna eftirfarandi. Á tíma þegar margbreytni þjóðarinnar eykst stöðugt, þegar upplýsingamiðlun er undir gríðarlegum efnahagslegum þrýstingi og þegar risasamsteypur taka til sín æ meiri völd, er gott almenningsútvarp mikilvægara en fyrr. Það er líka nauðsynlegt að það hafi sjálfstæða og stöðuga fjármögnun. Útvarpsgjald sé, þá sem nú, besta mögulega aðferðin.

BBC býr að ríkri hefð frá fyrri kynslóðum. Íhaldsstjórnin sem nú situr eigi að skilja gildi slíkrar stofunar, hún ætti  að gæta þess að skila henni ennþá sterkari inn í framtíðina.

— — —

Svo mörg eru orð Martins Wolf. Ísland er náttúrlega örmarkaður, en flest af því sem stendur hér að ofan á þó við hérna. Það er svo umhugsunarefni í framhaldi af þessu hvernig eignarhaldi á fjölmiðlum á Íslandi er háttað. Morgunblaðið er í eigu stórútgerðarinnar, 365 (Fréttablaðið, Bylgjan, Stöð 2) eru í eigu aðila sem voru mjög fyrirferðarmiklir í viðskiptum á árunum fyrir hrun (er reyndar smátt og smátt að breytast í netfyrirtæki), Skjár einn er í eigu stórfyrirtækisins Símans.

En þetta er varla nokkuð sem Eyþórsnefndin velti fyrir sér í sínum miklu pælingum um gullna stafræna framtíð?

martin_wolf

Martin Wolf á ráðstefnu á Íslandi 2011. Ekki borga Icesave, ekki ganga í ESB, sagði hann þá. Nú hvetur hann til stuðnings við almenningsútvarp og segir það mikilvægara en nokkru sinni fyrr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins