fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Þegar Mikael var vottabarn og mátti ekki fá blóð

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. október 2015 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Torfason vildi ekki heita Mikael, hann kallaði sig bara Mikka. Mikael minnti hann á veruna í Vottum Jehóva, en þegar hann var lítill drengur voru foreldrar hans meðlimir í þeim söfnuði.

Mikael var alvarlega veikur sem barn, var langdvölum á barnaspítala, en þá kom upp álitamálið hvort hann mætti fá blóðgjöf. Samkvæmt trú Votta var það óheimilt. En Mikael var við dauðans dyr. Er hugsanlegt að læknir á spítalanum hafi bjargað lífi hans með því að stelast til gefa honum blóð að næturþeli?

Mikael segir frá þessu í bókinni Týnd í Paradís sem kemur út nú í vikunni. Hún er til umfjöllunar í Kiljunni í kvöld.

Mikael lýsir foreldrum sínum sem voru ekki nema unglingar þegar þau eignuðust hann, fólki úr lægri þrepum samfélagsins sem var eiginlega ekki boðið upp á annað en vist í tossabekkjum. Sérstaklega er kaldhæðnisleg sagan af föður hans, Torfa, sem fær að vera í betri bekk í Miðbæjarskólanum í stuttan tíma, líður afar vel, en er rekinn burt þegar kemst upp að skólastjórnin hefur farið nafnavillt – pássið var ætlað öðrum Torfa af æðri stigum.

Jú, svona var Ísland.

 

11240773_940389376041420_534574683938659234_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins