

Gjaldmiðill sem er ekki hægt að skipta nokkurs staðar – er ekki gjaldgengur eins og það heitir og örugglega ekki í alþjóðaviðskiptum.
Gjaldmiðill sem er stöðug uppsprettta óstöðugleika og hefur verið um langt árabil.
Gjaldmiðill sem veldur því að vextir eru óbærilega háir – miklu hærri en í samanburðarlöndum.
Gjaldmiðill sem útheimtir verðtryggingu fjárskuldbindinga – þetta einkennilega skítamix.
Gjaldmiðill sem er aðallega fyrir sauðsvartan almúgann og smáfyrirtæki, því stærri fyrirtæki nota erlendar myntir.
Gjaldmiðill sem er svo vandmeðfarin að sjö árum eftir hrun örlar ekki á peningastefnu til frambúðar.
Gjaldmiðill sem útheimtir efnahagsaðgerðir eins og „leiðréttinguna“.
Gjaldmiðill sem er í höftum og verður svo líklega áfram.
Gjaldmiðill sem er vondur fyrir landsbyggðina, eins og má lesa hér, en samt er líklega einna mestur stuðningur við hann þar.