fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Steingrímur þarf ekki að biðjast afsökunar vegna Drekasvæðisins

Egill Helgason
Mánudaginn 26. október 2015 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinstri græn samþykkja á landsfundi sínum að vera á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Það er ágæt afstaða – og gott að þau sjónarmið heyrist. Margt bendir reyndar til þess að langt sé í að olíuvinnsla þarna verði raunhæf, ef það verður þá nokkurn tíma. Stór olíufélög eru víða að gefast upp á olíuævintýrum í norðurhöfum, síðast Shell norður við Alaska.

En það hefur ekki gengið þrautalaust fyrir VG að komast á þennan stað – og má reyndar í ljósi reynslunnar spyrja hvort þessi afstaða haldi til lengdar.

Rétt fyrir kosningarnar 2009 lýsti Kolbrún Halldórsdóttir, sem þá var umhverfisráðherra í minnihlutastjórn VG og Samfylkingar, því yfir að við þyrftum ekki endilega að rjúka til að dæla upp olíu á Drekasvæðinu þótt hana væri ef til vill að finna þar. Uppi varð fótur og fit í flokki Vinstri grænna, Kolbrún hefur lýst því sjálf að Steingrímur J. Sigfússon flokks hafi hringt í sig og verið „bálreiður“. Í viðtali fyrr á þessu ári sagði hún að flokksmenn hefðu ekkert verið spurðir um þessi mál:

Þegar ég fór í þetta drama­tíska viðtal stóð ég frammi fyr­ir því að verja stefnu flokks­ins. Ég taldi mig auðvitað hafa stefnu­yf­ir­lýs­ingu flokks­ins og hug­mynda­fræði á bak við mig. En það var greini­legt að mín viðbrögð voru ekki í sam­ræmi við vilja og hug­mynda­fræði allra í for­ystu flokks­ins. Það er mitt mat að þarna hafi ég komið óþægi­lega við fá­menn­an hóp úr Norðaust­ur­kjör­dæmi, kjör­dæmi Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, og verið of­urliði bor­in.

Það var svo 2013 að það kom í hlut Steingríms J. Sigfússonar, í hlutverki atvinnumálaráðherra, að gefa út leyfi fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. Má segja að þá hafi græni parturinn af VG verið farinn að dofna allverulega.

En nú snýr flokkurinn semsagt við blaðinu. Þó mun ekki hafa náð í gegn tillaga um að Vinstri græn – og þá væntanlega Steingrímur – biðji afsökunar vegna olíuleitarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins