fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Ójöfnuður og lýðræði á tuttugustu og fyrstu öld

Egill Helgason
Mánudaginn 5. janúar 2015 07:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóbelsverðlaunahafann Joseph Stiglitz greinir á við franska hagfræðinginn Thomas Piketty um ójöfnuðinn sem hrjáir hinn kapítalíska heim. Pitketty heldur því fram í frægri bók sinni, Auðmagnið á tuttugustu og fyrstu öld, að vaxandi ójöfnuður sé líkt og byggður inn í kerfið, en því er Stiglitz ekki sammála.

Stiglitz heldur því fram að það sem höfum séð síðustu ár, staðnandi laun og vaxandi ójöfnuður, sé gervikapítalismi, ersatz er orðið sem hann notar, komið úr þýsku.

Regluverkið hafi verið beygt þannig að það þjóni ríkasta fólkinu. Að baki því liggi stjórnmálalegar ákvarðanir, allt frá tíma Reagans og Thatcher.

Stiglitz segir að hægt sé að endurheimta hagvöxtinn og almenna velmegun sem einkenndi miðbik síðustu aldar. Stiglitz telur að þetta þurfi ekki að vera flókið, það þurfi að hækka skatta á fjármagnstekjur og skatta á erfðafé. Það þurfi að eyða meira og almennar í menntun, setja hörð lög gegn hringamyndun, takmarka launagreiðslur og bónusa til forstjóra og setja lög um banka sem aftri þeim frá því að liggja eins og sníkjudýr á samfélaginu.

Með þessu fengist meiri jöfnuður og aukið markaðsfrelsi.

Þannig sé spurningin ekki um auðmagnið á tuttugustu og fyrstu öld, svo vitnað sé í titil bókar Pikettys, heldur um lýðræði á tuttugustu og fyrstu öld.

joseph-stiglitz

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist