fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Vont, nei, eiginlega verra fyrir Hönnu Birnu

Egill Helgason
Föstudaginn 23. janúar 2015 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrsla umboðsmanns Alþingis er svo slæm fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að við blasir að hún verði sett af sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem halda á næsta haust.

Ekki aðeins skammaðist Hanna Birna út í lögreglustjórann í Reykjavík vegna málsins, hún dylgjaði um frændsemi sem réði gerðum lögreglunnar, hún hélt því statt og stöðugt fram að málið væri pólitískt og hún reyndi að fá blaðamennina sem fjölluðu um málið rekna. Fjölmiðlaviðtöl frá tíma málsins þar sem Hanna Birna reyndi að verða sér úti um samúð virka pínleg nú.

Hanna Birna gerðist sek um allsvakalegan dómgreindarbrest og stendur afar veikt sem stjórnmálamaður. Athyglin hlýtur líka að beinast að ráðgjöfum hennar – hverjir voru það sem véluðu svona um með henni?

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis kemur mjög sterkur út úr þessu máli, hann hefur staðið fastur á sínu, og gagnrýni um að hann hefði ekki átt að birta málsgögn missir algjörlega marks. Að sama skapi getur getur Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, staðið keikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi