fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Eyjan

Ríkidæmi og fátækt í Kaliforníu

Egill Helgason
Föstudaginn 2. janúar 2015 19:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fjölskyldan erum stödd í Bandaríkjunum – í Los Angeles. Höfum komið hérna nokkrum sinnum áður.

Þetta er undarlegur staður – mesta bílaborg veraldar sem nær yfir ótrúlegt flæmi.

Hér er einmuna verðurblíða, hitinn fór reyndar niður undir frostmark á gamlárskvöld. Það er mjög óvenjulegt.

Það eru andstæðurnar sem eru aðaleinkenni Bandaríkjanna. Við fórum á tónleika í hinni glæsilegu Disney-höll á gamlárskvöld. Við búum hjá vinum í hinu sterkefnaða strandhverfi Santa Monica. Hér eru frábærir veitingastaðir af öllum sortum, úrval í búðum er einstakt.

En hin hliðin dylst ekki. Um daginn gengum við að næturlagi inn í hið alræmda hverfi Skid Row. Þarna er stærsta samansafn heimilislauss fólks í Bandaríkjunum. Það er eins og að vera á stað þar sem skuggaverur svífa um – maður er kominn inn í myrkan og óttalegan heim. Það er jafnvel sagt að geðsjúkrahús láti fátæka sjúklinga út á Skid Row.

Skid Row er í gama miðbænum í Los Angeles. Hann hefur lengi verið niðurníddur. Nú eru hins viðhorf að breytast hjá ungu fólki. Það leitar inn í miðbæina og í miðborg Los Angeles er víða hafin endurreisn. Gamlar og glæsilegar byggingar og leikhús eru að ganga í endurnýjun. Það er sagt að hipsterarnir séu að taka yfir Downtown. Þetta er gleðilegt – en Skid Row er enn á sínum stað, spölkorn frá.

Þetta minnir okkur á hinn skelfilega ójöfnuð sem er stærsta mál samtímans.

20090816-skidrow1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni