fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Jeffrey Sachs: Syriza segir sannleikann

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. janúar 2015 14:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagfræðingurinn frægi, Jeffrey Sachs, skrifar um vandamál Grikklands í grein sem birtist í Guardian í gær. Hann nefnir sérstaklega fordæmi úr sögu Þýskalands.

Sachs telur að Evrópusambandið og Þýskaland séu á algjörlega rangri braut hvað varðar Grikkland. Hann er líka þeirrar skoðunar að nýi vinstriflokkurinn, Syriza, sé að segja sannleikann í kosningunum sem verða í Grikklandi á sunnudag, hversu óþægilegt sem það er fyrir Berlín og Brussel.

Staðreyndin er einfaldlega sú að Grikkir geta ekki borgað skuldir ríkissins. Nú er þeim fleytt áfram smátt og smátt, en atvinnuleysið í landinu er hörmulegt. Sachs líkir þessu við Þýskaland.

Þýskaland var tvívegis í þeirri stöðu á tuttugustu öldinni að geta ekki staðið undir skuldbindingum sínum, í bæði skiptin eftir styrjaldir sem Þýskaland bar höfuðábyrgð á.

Eftir fyrra stríðið þurftu Þjóðverjar að undirgangast Versalasamningana. Það er frægt hvernig John Maynard Keynes varaði við afleiðingum þeirra – þær voru hörmulegar, bæði fyrir Þýskaland og Evrópu.

Eftir seinna stríð var Þýskaland líka að niðurlotum komið. En þá kom til Marshall-aðstoðin og samkomulag um skuldir Þýskalands frá 1953.

Áttu Þjóðverjar þetta skilið eftir hörmungarnar sem þeir höfðu leitt yfir heimsbyggðina? Sachs segir að það sé ekki rétta spurningin. Þýskaland þurfti að byrja upp á nýtt.

Ástandið í Evrópu er vissulega ekki jafn slæmt nú, álfan er rík, velmegandi og lýðræðisleg. En franskir og þýskir bankar lánuðu Grikkjum alltof mikla peninga fyrir áratug. Goldman Sachs hjálpaði til við að falsa bókhaldið. Ríkir Grikkir hafa flúið land með fjármagn sitt. Upphæðirnar eru samt ekki stórar í evrópsku samhengi.

Það eru semsagt bæði Grikkir og fjármálastofnanir sem hegðuðu sér illa. En það skiptir ekki máli lengur, segir Sachs. Annað hvort heldur evrusvæðið áfram að vera á mörkum kreppu eða fram kemur áætlun um skynsamlega skuldaniðurfellingu.

Slíkt mun opna dyrnar fyrir nýja uppbyggingu og fjárfestingar í Grikklandi, stöðva sársaukann og gera Evrópu gott.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi