fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Skrítin umræða um morð og skopmyndir

Egill Helgason
Föstudaginn 9. janúar 2015 18:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var ungur maður og bjó í París keypti ég nokkur hefti sem voru samin af teiknurum sem tengdust Charlie Hebdo.

Þau voru fjarskalega ósmekkleg. Margt í því var meinfyndið, en persónurnar voru mjög fljótar að stökkva í alls kyns kynlífsstellingar og þá við hina og þessa. Fjölskyldumeðlimi, presta ef því var til að dreifa.

Ég er viss um að margir hefðu hneykslast óskaplega ef þeir hefðu skoðað þetta prentefni.

Nú les maður alls konar skilyrðingar af vinstri væng stjórnmálanna vegna morðárásanna á Charlie Hebdo. Mikið er reyndar frá fólki sem hvorki þekkir blaðið né hina frönsku sekúlarísku hefð. Þetta fólk hefði til dæmis gott af því að skoða kvikmyndina Gullöldina eftir Bunuel frá 1930. Þar var kaþólska kirkjan tekin fyrir í grimmu háði.

En lógíkin er sú að svona efni særi trúað fólk (stundum er bætt við að þetta sé viðkvæmur minnihlutahópur) og jafnvel að þarna séu hvítir karlar að gera sig breiða á kostnað minnihlutahópa.

En hina heittrúðuðu – svo maður segi ekki hina öfgatrúuðu – er auðvelt að særa. Þeir verða brjálaðir yfir skopmyndum – mótmæla jafnvel í Pakistan vegna skopmynda sem birtast á Jótlandi. Sumir þola ekki að þróunarkenningin sé kennd í skólum.

Aðrir eru ofboðslega mikið á móti samkynhneigð, fóstureyðingum og kvenfrelsi. Því að konur mennti sig eða keyri bíla. Og það er langt í frá að svonalagað eigi bara við um öfgasinnaða múslima.

Við reynum að taka helst ekkert tillit til þessa, viljum víst flest halda í okkar frjálslynda og veraldlega samfélag. En við megum vita að í draumaríki ofsatrúarfólksins eru engar skopmyndir, engir frjálsir fjölmiðlar, og þar eru heldur ekki fóstureyðingar né kennsla í vísindum, konur eru ófrjálsar og samkynhneigðir eru ósýnilegir.

Í framhaldi af þessu má svo benda á ágætt viðtal á Vísi við Gérard Lemarquis, Frakka sem hefur búið á Íslandi í marga áratugi. Hann útskýrir ágætlega fyrirbærið Charlie Hebdo, segir meðal annars frá því þegar forveri blaðsins var bannaður vegna skops um látinn Charles de Gaulle.

charlie-hebdo

url-5

images-6

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“