fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Eyjan

Houellebecq hneykslar með bók um íslam

Egill Helgason
Laugardaginn 3. janúar 2015 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski rithöfundurinn Michel Houellebecq er ólíkindatól. Hann var í viðtali hjá mér í Kiljunni fyrir nokkrum árum, vildi þá helst fara með rauða hárkollu sem hann fann í förðunardeildinni inn í stúdíóið. Hann virkaði frekar timbraður.

Houellebecq hefur margsinnis hneykslað með bókum sínum – og hann er vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla í Frakklandi.

Nú er að koma út eftir hann bókin Soumission eða Undirgefnin.

Bókin gerist 2022. Það ríkir óöld í Frakklandi, en um hana ríkir þögn í fjölmiðlum. Það er komið að kosningum, og nú gerist það að frambjóðandi nýs múslimaflokks, Mohammed Ben Abbes, vinnur stórsigur á Marine Le Pen. Áður hafa reyndar kosningar verið ógiltar vegna víðtækra kosningasvika. Abbes sigrar með stuðningi bæði hægri og vinstri manna.

Daginn eftir hætta konur almennt að klæðast vestrænum fötum. Þær fá styrki frá ríkinu til að hætta að vinna. Glæpum linnir í hættulegum hverfum. Háskólar verða íslamskir, og prófessorar sem streitast á móti því eru sendir á eftirlaun.

Bókin er þegar farin að valda hneyksli í Frakklandi og menn spyrja hvað vaki fyrir Houellebecq? Er hann að ögra, að stríða, eða er þetta einhvers konar þjóðfélagsádeila?

Hér í Paris Review má lesa nýtt viðtal við Houellebecq þar sem hann ræðir um bókina.

url-2

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni