Vinstri græn voru á móti því þegar þau voru í ríkisstjórn að breyta lögum um Mjólkursamsöluna. Flokkurinn er enn við sama heygarðshornið – Steingrímur J. Sigfússon sagði í útvarpsviðtali í morgun að ekki væri einfalt að breyta lagaumhverfi mjólkuriðnaðarins.
Það hljómar frekar eins og fyrirsláttur. Eins og hefur verið bent á undanþága Mjólkursamsölunnar keyrð í gegnum Alþingi á skömmum tíma árið 2004.
Mjólkursamsalan hefur einokunarstöðu í skjóli ríkisins – án þess þó að vera ríkisfyrirtæki. Hún er undanþegin samkeppnislögum. Það er pólitísk ákvörðun. Bent hefur verið á að stór mjólkursamsala starfi líka í Danmörku – en þess er að gæta að hún starfar í miklu samkeppnisumhverfi innan Evrópusambandsins.
Mjólkursamsalan nýtur líka verndar frá þeirri samkeppni – verndin er semsagt tvöföld.
Annars eru margir sérkennilegir fletir á málinu eins og til dæmis að Kaupfélag Skagfirðinga fékk í raun kaupverðið á Mjólku greitt frá Mjólkursamsölunni – í formi endurgreiðslu á álagningu sem hafði verið á verðinu til Mjólku áður en hún komst í „réttar hendur“.