fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Eyjan

Hin tvöfalda vernd Mjólkursamsölunnar

Egill Helgason
Föstudaginn 26. september 2014 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinstri græn voru á móti því þegar þau voru í ríkisstjórn að breyta lögum um Mjólkursamsöluna. Flokkurinn er enn við sama heygarðshornið – Steingrímur J. Sigfússon sagði í útvarpsviðtali í morgun að ekki væri einfalt að breyta lagaumhverfi mjólkuriðnaðarins.

Það hljómar frekar eins og fyrirsláttur. Eins og hefur verið bent á undanþága Mjólkursamsölunnar keyrð í gegnum Alþingi á skömmum tíma árið 2004.

Mjólkursamsalan hefur einokunarstöðu í skjóli ríkisins – án þess þó að vera ríkisfyrirtæki. Hún er undanþegin samkeppnislögum. Það er pólitísk ákvörðun. Bent hefur verið á að stór mjólkursamsala starfi líka í Danmörku – en þess er að gæta að hún starfar í miklu samkeppnisumhverfi innan Evrópusambandsins.

Mjólkursamsalan nýtur líka verndar frá þeirri samkeppni – verndin er semsagt tvöföld.

Annars eru margir sérkennilegir fletir á málinu eins og til dæmis að Kaupfélag Skagfirðinga fékk í raun kaupverðið á Mjólku greitt frá Mjólkursamsölunni – í formi endurgreiðslu á álagningu sem hafði verið á verðinu til Mjólku áður en hún komst í „réttar hendur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina