Rithöfundurinn Will Self skrifar um það sem hann kallar „hæfileikalausa hipsterinn“ í New Statesman. Hann segir að við séum að lifa tíma þessarar manngerðar – átrúnaðar á hana – og þess sem hún telur vera „list“.
Greinin er skrifuð í stíl nokkuð önugs manns á sextugsaldri. Hann veltir fyrir sér allri þeirri „heilalausu sýndarmennsku sem telst vera hip“.
Will Self viðurkennir að sín eigin kynslóð beri ábyrgð á þessu með hugmyndum um að það væri enginn munur hámenningu og lágmenningu – og að auglýsingar væru líka listrænar.
Hann segist hafa komið til Reykjavíkur og ekki einu sinni þar sleppi maður undan þessu liði – borgin sé full af því.