fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Hvert er umhugsunarefnið?

Egill Helgason
Mánudaginn 15. september 2014 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er að sönnu rétt að vinstri menn unnu engan sigur í Svíþjóð í gær, þótt líklega verði þeir næstir til að stjórna landinu.

Það sem gerðist var að fylgi færðist frá hófsömum hægriflokki, Moderaterna, yfir á hægriöfgaflokk, Svíþjóðardemókratana.

Það eru uggvænleg tíðindi – og margir Svíar eru í sjokki í dag.

Moderaterna, Hófsama flokknum, hefur tekist ágætlega upp við stjórn Svíþjóðar síðustu átta árin. Meðal ríkja heims er Svíþjóð algjörlega í fremstu röð. Ríkisstjórnin stóð fyrir lækkun skatta og einkavæðingu.

Þannig togast þetta á í Svíþjóð – samfélagið var á tíma komið alltof langt á braut forsjárhyggju og ofurskattlagningar undir stjórn Sósíaldemókrata. Nú þykir mörgum í Svíþjóð að hallist of langt í hina áttina.

Það er ekkert óeðlilegt við þetta.

En framgangur Svíþjóðardemókratanna setur strik í reikninginn – innan þess flokks eru öfl sem beinlínis má telja fasísk. Og maður er líka hugsi yfir sumum viðbrögðunum.

Til dæmis skrifar Hannes Hólmsteinn Gissurarson í grein í Pressuna:

Þessi þróun hýtur að vera íslenskum hægri mönnum umhugsunarefni. Skilaboðin eru skýr.

Hvert er umhugsunarefnið? Eiga hægri menn á Íslandi að fara að elta Svíþjóðardemókratana?

Hér má sjá unga fólkið í Svíþjóðardemókrötum. Varúð, þetta er býsna ógeðfellt – og þá ekki bara hinn málhalti Íslendingur sem þarna talar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri