Það er að sönnu rétt að vinstri menn unnu engan sigur í Svíþjóð í gær, þótt líklega verði þeir næstir til að stjórna landinu.
Það sem gerðist var að fylgi færðist frá hófsömum hægriflokki, Moderaterna, yfir á hægriöfgaflokk, Svíþjóðardemókratana.
Það eru uggvænleg tíðindi – og margir Svíar eru í sjokki í dag.
Moderaterna, Hófsama flokknum, hefur tekist ágætlega upp við stjórn Svíþjóðar síðustu átta árin. Meðal ríkja heims er Svíþjóð algjörlega í fremstu röð. Ríkisstjórnin stóð fyrir lækkun skatta og einkavæðingu.
Þannig togast þetta á í Svíþjóð – samfélagið var á tíma komið alltof langt á braut forsjárhyggju og ofurskattlagningar undir stjórn Sósíaldemókrata. Nú þykir mörgum í Svíþjóð að hallist of langt í hina áttina.
Það er ekkert óeðlilegt við þetta.
En framgangur Svíþjóðardemókratanna setur strik í reikninginn – innan þess flokks eru öfl sem beinlínis má telja fasísk. Og maður er líka hugsi yfir sumum viðbrögðunum.
Til dæmis skrifar Hannes Hólmsteinn Gissurarson í grein í Pressuna:
Þessi þróun hýtur að vera íslenskum hægri mönnum umhugsunarefni. Skilaboðin eru skýr.
Hvert er umhugsunarefnið? Eiga hægri menn á Íslandi að fara að elta Svíþjóðardemókratana?
Hér má sjá unga fólkið í Svíþjóðardemókrötum. Varúð, þetta er býsna ógeðfellt – og þá ekki bara hinn málhalti Íslendingur sem þarna talar.