fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Brestir myndast í samstöðunni með Hönnu Birnu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. ágúst 2014 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt bendir til að Hanna Birna Kristjánsdóttir muni reyna að sitja svo fremi sem hennar fólk – þ.e. þeir sem geta talist stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins – styðja hana. Það skiptir hana kannski ekki svo miklu máli hvað fólk í öðrum pólitískum herbúðum segir. Píratar leggja fram vantraust á hana og vilja að það sé tekið fyrir á fyrstu dögum þings – það gæti verið að þetta yrði til að styrkja Hönnu Birnu, að stjórnarþingmenn sæju sig nauðbeygða til að greiða atkvæði með henni, sumir jafnvel ekki af sérlega fúsum vilja.

Þó kunna að vera komnir ákveðnir brestir í þetta. Lekinn sjálfur og allt það mál hefur ekki valdið sérstökum óróa innan Sjálfstæðisflokksins né stjórnarliðsins. Öðru máli gegnir þegar uppvíst verður að ráðherra hefur verið að tuddast í lögreglunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf lagt upp úr því að vera flokkur laga og reglu – mjög hliðhollur lögreglu.

Þarna sér maður að brestir eru farnir að myndast. Til dæmis birtist á mbl.is í gærkvöldi viðtal við Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðing. Hún tók á árum áður þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og var í framboði fyrir hann.

Í niðurlagi fréttarinnar segir:

„Hún seg­ir sig frá dóms­mál­um full­seint þar sem rann­sókn máls­ins er lokið og það komið til dóm­stóla,“ seg­ir Stef­an­ía, en hún tel­ur Hönnu Birnu hafa átt að segja af sér þegar ákæra á hend­ur aðstoðar­manni henn­ar kom á borðið. „Það er ekki endi­lega viður­kenn­ing á sök, held­ur bara til þess að skapa frið um þetta ráðuneyti og ekki ganga lengra í því að grafa und­an trú­verðug­leika lög­regl­unn­ar og dóms­kerf­is­ins sem mér finnst hún svo­lítið vera að gera,“ seg­ir hún.

Stef­an­ía seg­ir Hönnu Birnu hafa gefið það í skyn að það sé mikið að því hvernig lög­regl­an, rík­is­sak­sókn­ari og umboðsmaður Alþing­is starfa. „Mér finnst þetta orðið dá­lítið al­var­legt þegar inn­an­rík­is­ráðherra er far­in að ganga svo langt að hún seg­ist ekki treysta lög­regl­unni, rík­is­sak­sókn­ara og umboðsmanni. Hvað með al­menn­ing í land­inu, eig­um við að treysta þessu liði?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“