fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Frábært hús, frábærir tónleikar (nei, ég á ekki við Timberlake)

Egill Helgason
Mánudaginn 25. ágúst 2014 17:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár frábærar erlendar sinfóníuhljómsveitir hafa spilað í Hörpu síðan húsið var tekið í notkun 2011.

Gautaborgarsinfónían, Berlínarfílharmónían og Torontosinfónían.

Þetta hefði ekki verið hægt áður en Harpa kom til sögunnar. Háskólabíó rúmaði ekki viðburði af þessu tagi. Loftið hefði líka getað farið að leka í miðjum konsert.

Það er engin leið að segja hver þessara hljómsveita spilaði best – en það er alveg hægt að fullyrða að hljómsveitin frá Toronto gaf hinum lítið eftir.

Tónleikar hennar í Hörpu í gær voru frábærir. Einleikarinn James Ehnes fór á kostum í fiðlukonsert Tsjaikovskís og Sinfónískir dansar Rachmaninofs voru afar tilkomumiklir.

Það var áberandi hversu mikil spilagleði var í þessari stóru hljómsveit – og maður fann að hún naut þess að spila í húsinu og fyrir þakkláta áhorfendur sem voru svo hrifnir að þeir klöppuðu milli þátta, sem yfirleitt tíðkast ekki á sinfóníutónleikum.

Lófatakið var standandi fyrir bæði einleikara og hljómsveit. Eftir uppklapp spilaði Ehnes kafla úr partítu eftir Bach en hljómsveitin var klöppuð upp í lok tónleikanna og lék hinn magnaða þriðja kafla úr Pathétique sinfóníu Tsjaikovskís.

Hljómsveitarstjórinn, hinn heillandi Peter Oundjian, ávarpaði tónleikagesti og var ekki síður jákvæður en Justin Timberlake og sagði.

Þið eigið hér frábært menningarhús. Við vildum helst geta tekið það með okkur.

har_tso_harpa-vefur-cover

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“