fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Bestu veitingastaðir Íslands eru ekki í Reykjavík

Egill Helgason
Sunnudaginn 17. ágúst 2014 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímar hafa breyst.

Þegar ég var strákur að vinna í Vestmannaeyjum var ekki hægt að fá mat nema í heimahúsum eða í mötuneytum frystihúsa.

Nú er fjöldi góðra veitingastaða í Eyjum.

Hér er horft út um glugga á Slippnum í gærkvöldi.

Slippurinn er í húsi þar sem áður var vélsmiðjan Magni. Hráleika húsnæðisins hefur verið haldið , hönnun staðarins er einfaldlega frábær, passar fullkomlega inn í bygginguna og rímar við höfnina.

Maturinn er lókal – fiskur og aftur fiskur – og verðið er sanngjarnt. Eitthvað annað en hið fráleita verð sem tíðkast á snobbuðustu stöðunum í bænum.

Mikið er skemmtilegt þegar bestu veitingastaðir Íslands eru ekki lengur í Reykjavík – nei, í rauninni langt frá borginni.

Slippurinn er í hópi minna uppáhaldveitingastaða á Íslandi – ásamt með Tjöruhúsinu á Ísafirði. Það er full ástæða til að gera sér sérferð til Eyja til að borða á Slippnum – bara muna að panta borð.

Ljósmyndin hér að neðan vinnur seint verðlaun, en hérna er horft út um glugga á Slippnum í átt að Heimakletti og Eyjafjallajökull er í fjarska.

IMG_4928

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“