fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Ætti Costco kannski að fara í umhverfismat?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. júlí 2014 15:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er náttúrlega merkilegt ef menn telja sig geta hliðrað til með alls kyns reglur sem hafa verið í gildi hér lengi til þess eins að bandaríski verslunarrisinn Costco geti starfað hér.

Svoleiðis er auðvitað ekki hægt – eitt skal yfir alla ganga og það gildir líka um höft og bönn. Á maður að trúa því að bandarískur verslunarrisi muni kollvarpa hér landbúnaðarkerfinu og einkasölu á áfengi?

Og það er auðvitað merkilegt ef bensínstöðvar eru forsenda þessa rekstrar – það er upplýst að þegar séu 74 bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu.

Ég segi og skrifa – 74 bensínstöðvar! Það er geðveikisleg tala.

Reyndar er merkilegt að svo virðist að Costco bjóðist á móti til þess að selja íslenskan fisk. Þá má minnast þess að vínbanninu var hnekkt á sínum tíma vegna þess að Spánverjar og Portúgalir neituðu að kaupa íslenskan saltfisk nema Íslendingar keyptu á móti vín. Nú er reyndar spurning hvort Íslendingar eiga eitthvert verulegt magn af fiski til að selja verslunum sem sem almennt bjóða lágt verð.

En það er ekkert sjálfsagt við að leyfa þessu fyrirtæki, sem er ein stærsta verslunarkeðja heims, að hefja starfsemi hérna. Þegar er vitað að verslunarrými er alltof mikið á Íslandi. Það er þekkt úr mörgum bandarískum bæjarfélögum að íbúarnir standa á móti því að komi á svæðið verslanir eins og Costco og Walmart.

Það er til að vernda þá verslunarstarfsemi sem er fyrir og til að gæta þess að byggðamynstrið raskist ekki. Verslun eins og Costco ætti í raun að fara í umhverfismat, rétt eins og til dæmis Smáralind hefði átt að fara í slíkt mat á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
EyjanFastir pennar
Í gær

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“