Nú virðist stefnt á að að reist verði fjögur kísilver á Íslandi á næstu árum.
Tvö í Helguvík, á Húsavík og í Hvalfirði.
Furðulega lítil umræða hefur verið um þetta. Það heyrist ekki mikið í náttúruverndarsinnum.
Þarna eru ýmsar spurningar – um orkuöflun og umhverfisáhrif. Álver í Helguvík er líklega alveg úr sögunni ef af þessum áformum verður.
Þetta eru miklar framkvæmdir og mikil innspýting í íslenska hagkerfið. Þetta mun skapa umtalsverðan hagvöxt.
Hann mun væntanlega koma okkur til góða á ýmsan hátt, en um leið er líklegt að verðbólga magnist upp. Þá er hætt við að skuldaleiðréttingar gufi fljótt upp.
En hugsanlega gæti það orðið svo að ríkisstjórnin getur státað sig af kröftugu hagvaxtarskeiði í lok kjörtímabilsins – það skaðar ekki þegar sóst er eftir endurkjöri.