fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Bætir það ímynd að ráðherrar þiggi boð í dýra laxveiðiá?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. júní 2014 18:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum er hægt að snúa hlutum þannig á hvolf að maður skilur ekki neitt.

Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktsson er boðið að veiða í Norðurá á fyrsta degi laxveiðitímabilsins.

Norðurá er nú í höndum nýrra aðila, áður leigið Stangarveiðifélag Reykjavíkur ánna  – eins og annars staðar í laxveiði fer verðið á leyfum stöðugt hækkandi. Margir einlægir áhugamenn um veiði geta ekki leyft sér þann munað að renna fyrir lax.

En Sigmundur og Bjarni eru báðir sterkefnaðir menn. Munar ábyggilega ekki um að kaupa veiðileyfi.

Talsmaður þeirra sem nú selja veiðileyfin í ánna segir í samtali við vefsíðuna Vötn og veiði:

Einar Sigfússon sölustjóri Norðurár sagði það til fyrirmyndar að þeir skyldu þiggja boðið því það væri liður í að breyta til batnaðar ímyndarvanda sem laxveiði á Íslandi hefði átt í eftir hrun. Einar sagði í samtali við VoV að veiðileyfasalar hefðu þurft að kljást við ímyndarvanda eftir hrunið, greinin hefði verið komin með ímynd bruðls og óhófs og það væri miður því hér væri um eina merkustu auðlind sem Ísland hefði upp á að bjóða. Hann vildi stuðla að því að breyta þessari neikvæðu ímynd og liður í því væri að bjóða umræddum forystumönnum þjóðarinnar. „Mér finnst það vera til fyrirmyndar að þeir Sigmundur og Bjarni skuli taka undir þessa skoðun og þiggja þetta boð, að það sé sómi að því að geta boðið og að þiggja. Það er í þágu allra sem að þessu koma að ímyndin færist á ný til betri vegar.

Hvernig á það að bæta ímynd laxveiða – þessa rándýra sports – að forsætisráðherra og fjármálaráðherra veiði lax í einni dýrustu á landsins?

Og er þeim yfirleitt stætt á að þiggja boð af þessu tagi? Eitt sinn voru ráðamenn út og suður í laxveiði og borguðu ekki sjálfir. Ímyndin var samt aldrei góð. Ýmislegt var makkað í veiðihúsum landsins. En við lifum aðra tíma, siðferðiskröfurnar eru meiri og eins kröfurnar um gegnsæi.

Mynd_0027101

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ísak Snær til Lyngby
Eyjan
Í gær

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs
Eyjan
Í gær

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir