fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Týpur í athugasemdakerfum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. júní 2014 18:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski bloggarinn Mads Holger greinir týpurnar í athugasemdum vefmiðla í bloggfærslu hjá Berlingske.

Þarna eru Einsmálsmaðurinn, Flokksdindillinn, Meðhlauparinn, Mannætan, Samsæriskenningasmiðurinn, Eltihrellirinn (sem Holger kennir við Simon Wiesenthal), Villuleitandinn, Fávitinn, Hinn frelsaði og Mannhatarinn.

Margt af þessu kannast ég við eftir að hafa skrifað á netið í næstum fimmtán ár.

Einsmálsmaðurinn fer alltaf að tala um kvótakerfið eða að allt sé Bandaríkjunum að kenna.

Flokksdindillinn mælir allt á kvarða flokkapólitíkur – og í huga hans eru allir sem eru ekki sammála honum að ganga erinda annarra stjórnmálaflokka.

Samsæriskenningasmiðurinn er þeirrar skoðunar að allir stjórnmálamenn séu eins – það er sama rassgatið undir þeim öllum.

Eltihrellirinn birtist allt í einu á vefnum, hamrar alltaf á því sama og sleppir ekki takinu – og setji maður hann í straff birtist hann bara annars staðar með sama málflutning. Hann gleymir aldrei neinu.

Fávitinn hefur yfirleitt ekki lesið það sem hann gerir athugasemdir við – og hann fer strax út í ad hominem.

Svona mætti halda lengi áfram. Fleiri tillögur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“