fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Ríma um Luis Suarez – eftir Bjarka Karlsson

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. júní 2014 08:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn feiknarlega bragsnjalli Bjarki Karlsson hefur sett saman rímu um „Lúðvík Sverrisson“, þ.e. Luis Suarez. Þetta er án efa það besta sem hefur verið sagt um málið hér – og í gervallri heimspressunni. Þetta birtist á Facebook – ég tek mér það bessaleyfi að birta þessa kafla úr rímunni. Bjarki tekur fram, í rímunni sjálfri, að þetta sé stæling á Fjósarímu Þórðar á Strjúgi.

11. Boðið var í boltasveit
býsna snjallur þótti,
marga lék á, marga beit
marga dauðinn sótti.

12. Ýmsir sögðu um þumba þann:
þar fer heimsins besti;
bara ef gæti hamið hann
hina slæmu lesti.

13. Síðan reyndi Sverris bur
sína fíkn að hemja
í hart nær sjö ár hékk hann „þur“
„holdsins fýsn“ að temja.

––––––

14. Knattleikni og klækjager
kraft og færni og heppni
þarf að hafa er haldið er
í heimsmeistarakeppni.

15. Kostum þeim fór öllum á
Úrúgvæ til sóma
við andstæðingum Suarez sá
sigur- hafði -ljóma.

16. En ekki mátti af‘onum
í örskotsstundu líta
Giorgio, graman rum
gekk í öxl að bíta

17. Firðar blésu: fuss og svei!
Fésbók skalf af kliði.
Hetjur boltans hafa ei
haft svo vonda siði:

– – – –

18. Hvergi sparði að spyrna í net
spilaði á ukulele,
aldrei fékk sér axlarket
inn á velli Pelé.

19. Eusébio beittur var
beit frá sér – sem þekkt er
hallaðist þó hreint ei par
að Hannibali Lecter.

20. Georg Best í búri sat,
þar Birkir og Cantona töfðu,
aldrei þó í middagsmat
mannaket þeir höfðu.

21. Milli leikja fékkst við forn
fræði, drýgði grúsk, las
en aldrei sást í sára þorn
setja tennur Puskas.

22. Virtist ýmsum þá sem Þór,
þrumuguðinn, æddi
er Maradona mikinn fór;
menn hann aldrei snæddi.

23. Djarfmannlega Dino Zoff
dúndurskotin varði
Kunni að meta malakoff
mannát þó hann sparði.

Og ennfremur:

29. Hemmi Gunn var hress í lund
hafði gott sett tanna
þó hann setti aldrei und
í axlir varnarmanna.

30. Ásgeir Sigurvinson vel
vann úr hverju færi,
aldrei beit þó, að ég tel,
axlir eða læri.

31. Arnór G. og Eiður hans
allvel kunnu að refsa
værukærð hvers varnarmanns
– en voru ekki að glefsa.

32. Löngum kunni Bjarni Ben
að bíta, slá og vega
nú sem fyrr það iðkar – en
ekki bókstaflega.

33. Einar Kára eitt sinn reit
eyjabækur snjallar.
Guðjón Þórðar þennan beit
– en það var utan vallar!

images-9

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“