Ég vil ekki skemma gleðina fyrir neinum, en um helgina útskrifaðist ótrúlegur fjöldi ungs fólks úr háskólum.
Maður varð þess rækilega var á Facebook, þar sem þessi ungmenni, foreldrar þeirra, frændfólk og vinir póstuðu í gríð og erg myndum úr útskriftarveislum.
En ég fór að hugsa – hvar ætlar allt þetta fólk með nýju prófgráðurnar sínar að fá vinnu við sitt hæfi, vinnu sem hæfir menntun þess?
Þetta var einhvern veginn ekki sama vandamál þegar ég var ungur. Próflaus aumingi eins og ég gat álpast inn á dagblað og fengið vinnu. Ég ætlaði ekki einu sinni að verða blaðamaður – ég var bara allt í einu kominn þangað inn.
Nú sækja tugir manna ef ekki hundruð um samsvarandi störf.
En á sama tíma les maður að það sé mikill skortur af iðnaðarmönnum og að þurfi að fá hingað iðnaðarmenn frá útlöndum til að ganga í störfin.