fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Það stafar engin ógn af „pólitískum rétttrúnaði“

Egill Helgason
Mánudaginn 2. júní 2014 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef verið dálítið hugsi yfir frasanum „pólitískur rétttrúnaður“ sem menn dreifa nú um sig.

Sjálfur er ég ekki saklaus af því að hafa notað þetta hugtak í gegnum tíðina.

Og vissulega getur pólitískur rétttrúnaður verið dálítið afkáralegur þegar menn fara til dæmis að endurskoða gamlar bækur eða vilja ritskoða skopmyndir. Umræðan um pólitískan rétttrúnað er reyndar gengin yfir víðast hvar  – um þetta var aðallega talað undir lok síðustu aldar.

Nú virðist frasinn hins vegar vera að koma sterkur inn í pólitíska umræðu á Íslandi.

En pólitískur rétttrúnaður getur líka verið orð yfir háttvísi. Við lifum á tímum þegar kúgun og ofbeldi þykja ekki jafn sjálfsagðir hlutir og áður var. Fræðimaðurinn Stephen Pinker hefur til dæmis fjallað um þetta í hinni merku bók The Better Angels of our Nature.

Konur eru ekki lengur hlekkjaðar bak við eldavélar, þær hafa lagalega sömu stöðu og karlar, þótt enn vanti upp á fullkomið jafnrétti. Samkynhneigðir hafa fengið mannréttindi – það er ekki svo langt síðan þeir voru fyrirlitnir, smáðir og hundeltir. Upp hafa komið fjölmenningarsamfélög þar sem reynt er að tryggja jafna stöðu fólks óháð kynþætti. Rasismi þykir almennt ekki stofuhæfur.

Minna má á að það eru ekki nema 70 ár síðan Evrópa var í helgreipum kynþáttahyggju.

Pólitískur rétttrúnaður ógnar ekki frelsi eða lýðræði. Og oftast þegar maður sér þennan frasa er það í deilum þar sem hann er notaður án þess að komi fram nokkur skilgreining á því hvað þetta eiginlega þýðir – sem frekar innihaldslaust skammaryrði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann