fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Dómarinn fullnægði ekki kröfu um hlutleysi og trúverðugleika

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. júní 2014 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öllum hlýtur það vera ljóst núna eftir að ummæli meðdómarans féllu að þarna fór ekki dómari sem fullnægði hlutleysis- og trúverðugleikakröfu sem gera ber til dómstóla.

Þetta segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður í pistli sem Sigurjón Magnús Egilsson vitnar í á vefsíðunni Miðjunni.

Hróbjartur veltir þarna fyrir sér skipan dómara í Aurum málinu, en þar var í hópi meðdómara Sverrir Ólafsson, bróðir Ólafs Ólafssonar, sem einmitt hefur sætt ákærum frá sérstökum saksóknara.

Ummæli Sverris um saksóknara eftir að dómurinn féll hafa líka vakið athygli – það er ljóst að meðdómarinn ber mikinn kala í hans garð.

Hróbjartur segir og vísar þar í grein sem hann skrifaði fyrir skemmstu í Lögmannablaðið og ber heitið Hvaðan kemur dómarinn?

Hún hittir vel á þá umræðu sem skapaðist þegar það upplýsist að bróðir Ólafs Ólafssonar athafnamanns hefði verið fenginn til að taka að sér dómsstörf í sakamáli sem kennt er við Aurum. Vísast þörf lesning fyrir þá sem telja að það skipti engu máli hver bakgrunnur dómarans sé, eins og sumir mætir menn hafa lýst yfir í umræðu undanfarinna daga í tengslum við það hvort að meðdómarinn hafi verið vanhæfur til setu í dómnum, sérílagi m.t.t. þessara dæmalausu ummæla verkfræðingsins um embætti sérstaks saksóknara. Þau vekja sérstaka furðu og menn velta því fyrir sér hvaðan hann hefur haft fóður í þessa greiningu sína á embættinu sem ætti ekki að vera á færi annarra en löglærðra. Sumir sem hafa tjáð sig um þessa skipan átta sig ekki á að það skiptir ekki máli hvort hægt sé að sanna hvort að maðurinn hafi verið vanhæfur eður ei til setu í dómnum. Það sem öllu máli skiptir er að ásýnd dómstólsins sé trúverðug og sé laus við vafa um hvort hlutleysis sé gætt. Því fer auðvitað fjarri. Í ljósi þessara nánu tengsla meðdómarans og Ólafs og ummæla Ólafs um embætti sérstaks var það í hæsta máta vafasamt að velja bróðir Ólafs til setu í dómnum og í öllu falli átti að upplýsa sérstakan saksóknara um þessi tengsl þegar dómsformanninum var um þau kunnugt, en það var ekki gert. Öllum hlýtur það vera ljóst núna eftir að ummæli meðdómarans féllu að þarna fór ekki dómari sem fullnægði hlutleysis- og trúverðugleikakröfu sem gera ber til dómstóla.

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Hæstiréttur höndlar þetta mál, líklegast verður að telja að því verði vísað aftur í Héraðsdóm

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni