Maður er harmi sleginn að heyra af hvarfi Ástu Stefánsdóttur.
Ásta býr í nágrenni við mig og við sækjum sama kaffihús – Kaffifélagið á Skólavörðustíg.
Ég þekki hana ekki mikið, eins og kemur fram í þessari grein virkar hún hlédræg, jafnvel feimin. En þeir hafa verið margir morgnarnir sem við höfum heilsast síðustu árin.
Það er eitthvað í fari Ástu sem er mjög aðlaðandi – það leynir sér ekki að þarna fer gáfuð og góð kona.
Ásta er líklega talin af eins og vinkona hennar Pino Becerra Bolaños – þetta er afar sorglegt. Það verður tómlegt að sjá hana ekki labba niður Skólavörðustíginn.