Það er dásamlegt að sjá Þjóðverja tefla fram fótboltalandsliði sem er miklu leyti skipað innflytjendum eða afkomendum þeirra.
Þýskaland er merkilegt dæmi.
Þar áttu hinar tvær hryllilegu helstefnur tuttugustu aldarinnar upptök sín – nasismi og kommúnismi. Og sé hægt að tala um að eitthvert ríki hafi átt upptök að fyrri heimstyrjöldinni, þá var það Þýskaland.
Nú er Þýskaland til fyrirmyndar varðandi lýðræði, mannréttindi og frið. Óvíða í heiminum er þjóðfélagsumræða á hærra plani – og jafnmikið lagt upp úr því að breyta siðferðislega rétt. Ef við tökum stórþjóðir heimsins þá er stjórnarfarið í Þýskalandi lang eftirbreytiverðast.
Og landslið Þýskalands eins og það er skipað núna gefur gömlu og nýju hatri og boðendum þess langt nef.
Hér má sjá hvernig þýska liðið myndi líta út án innflytjenda. Myndin er fengin af þessari vefsíðu.