fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Nýi meirihlutinn – ætti að vera nokkuð traustur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. júní 2014 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist ætla að fara eins og var spáð á þessari síðu að Sóley Tómasdóttir yrði forseti borgarstjórnar, Björn Blöndal formaður borgarráðs og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Píratinn Halldór Auðar Svansson fær svo sæti í borgarráði. Líklega er það sögulegt – ætli Reykjavík sé ekki fyrsti staðurinn í heiminum þar sem Píratar komast beinlínis til valda.

Í minnihlutanum sitja svo Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn. Eins og hefur áður verið sagt er sjálfsagt að minnihluti/meirihluti sé ekki algilt lögmál. Í síðustu borgarstjórn var gott samstarf við suma af borgarfullrtrúum Sjálfstæðisflokksins í ýmsum málum. Það ætti að vera hægt áfram, en fer dálítið eftir því hversu menn ætla fara út í mikinn flokkspólitískan ham.

Það er meiri spurning með Framsóknarkonurnar Sveinbjörgu og Guðfinnu. Þær komust inn í borgarstjórnina á afar skrítnum forsendum og einhvern veginn virkar það þannig að löngunin til að starfa með þeim sé ekki sérlega mikil – að minnsta kosti um sinn.

Enn eru þær að súpa seyðið af harðri gagnrýni innanflokks – síðastur til að stíga fram var Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem talar um framboðsklúður án hliðstæðu í næstum 100 ára sögu flokksins.

Annars virðist meirihlutinn nýi vera nokkuð traustur, hann styðst við níu borgarfulltrúa af fimmtán. Með því að hafa bæði VG og Pírata með er því varnað að annar hvor flokkurinn komist í oddaðstöðu – það virðist vera skynsamlegt. En því skal spáð hér að þessi meirihuti haldi næstu fjögur árin og Dagur taki sitt heila kjörtímabil sem borgarstjóri.

d05d5d76a5-381x230_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum