fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Hinn ergilegi heimur hjólreiðamannsins

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. júní 2014 07:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimur vegfarandans er afskaplega persónubundinn – súbjektívur eins og sagt er. Þetta veltur allt á sjónarhorninu.

Sá sem situr í bíl lætur hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur fara í taugarnar á sér. Maður hefur síendurtekið heyrt frasann að þrengt sé að einkabílnum.

Hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur upplifa það ekki þannig –en sjónarhornið kann að breytast þegar þeir setjast upp í bíl. Þegar þeir fara um bæinn sjá þeir ekki að sérlega mikið hafi verið gert til að skerða hlut einkabílsins, það er eiginlega þvert á móti. Alls staðar eru umferðargötur og bílastæði sem þarf að komast yfir.

En milli hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda ríkir ekki friður, nema síður sé.

Margir hjólreiðamenn hjóla núorðið mjög hratt, næstum á hraða bifreiða. Þeim er mjög illa við allar hindranir, sem birtast einkum í líki gangandi vegfarenda – jú, og bíla.

Af þessum sökum eru margir hjólreiðamenn fullir af ergelsi – þeim finnst þeir vera að hjóla gegn fjandsamlegum heimi. Því skyldi maður vara sig á því að láta ekki hjóla sig niður – og því er um að gera að bæta aðstöðu hjólreiðamanna.

Því ef eitthvað vit væri í okkur ættum við öll að vera komin á hjól, þó ekki væri nema umhverfisins vegna.

600px-C15.21.svg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum