Ólafur Ragnar Grímsson á hrós skilið að tala fyrir hugarfarsbyltingu hvað varðar orkumál.
Mannkynið er komið á endastöð í nýtingu orkugjafa sem valda loftslagsbreytingum. Það er ekki einungis um það að tefla að lofslag á jörðinni breytist með tilheyrandi hörmungum – heldur hættum við líka á að eyðileggja úthöfin sem súrna vegna mengunar.
Ólafur bendir á sólarorku, jarðhita, vindorku.
Hann gæti reyndar tekið skrefið lengra og hvatt íslensku þjóðina til að láta vera að nýta olíu sem kann að leynast á hafsbotni. Það væri markvert framlag til umhverfismála.