fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Erlendum ríkisborgurum og innflytjendum fjölgar aftur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. maí 2014 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær eru merkilegar tölurnar sem birtust í síðustu viku um flutninga fólks til Íslands. Þar kom í ljós að síðan um mitt ár 2012 hafa 2890 fleiri útlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá landinu.

En á sama tíma hafa 810 fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt frá landinu til þess.

Hlutur erlendra ríkisborgara í íbúafjöldanum er semsagt aftur að aukast, eins og hún gerði mjög ört á árunum fyrir hrun. Áríð 2008 var þetta hlutfall komið í 7,4 prósent og var þá hærri en meðaltalið í Evrópu. Þetta minnkaði eftir hrun, var komið í 6,6 prósent í ársbyrjun 2012, en vex nú aftur.

Að miklu leyti er þetta náttúrlega til að svara eftirspurn á vinnumarkaði. Nú eru uppgrip í sumum atvinnugreinum, sérstaklega í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Það er mjög erfitt að fá iðnaðarmenn, rafvirkja, pípulagningamenn og smiði. Margir íslenskir iðnaðarmenn hafa flutt til Noregs – en iðnaðarmenn sunnan og austan úr Evrópu flytja hingað í staðinn.

Þeir sem búa um herbergi á íslenskum hótelum eru að miklu leyti útlendingar.

Það er nokkuð atvinnuleysi á Íslandi eða um 6 prósent, en sumir telja að það sé vanmetið. Varlegt er þó að álykta að útlendingar taki störf frá Íslendingum. Hér er um að ræða störf sem þeir vilja ekki vinna eða eru vanbúnir til að vinna.

Útlendingarnir sem hér fá vinnu geta komið vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Við teljum það sjálfsagt mál.

En þegar útlendingar koma sem eru annars staðar frá er þeim gert mjög erfitt fyrir að fá landvist, óþarflega erfitt – að maður tali ekki um þegar hælisleitendur eiga í hlut. Það má kannski endurskoða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar