fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Vandinn við að gera góða skopmynd

Egill Helgason
Laugardaginn 31. maí 2014 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir nokkuð langa starfsævi á fjölmiðlum þykist ég vita hversu góðir skopmyndateiknarar eru fágætir.

Hér voru uppi nokkrir góðir skopmyndateiknarar á tíma Spegilsins gamla, Tryggvi Magnússon var þeirra frægastur – myndir þeirra þykja nokkuð fornfálegar núorðið.

Sigmund sem teiknaði um árabil í Moggann hafði ákveðna sérstöðu, þó ekki nema vegna þess að alþjóð sá myndirnar og vegna þess hversu lengi hann hélt út.

Húmor hans var oft nokkuð groddalegur, hann var ekki sérstakur teiknari, en þetta virkaði samt hjá honum.

Halldór Baldursson er samt sá eini sem hér hefur teiknað í blað sem er algjörlega á heimsmælikvarða. Myndir eftir hann gætu verið í hvaða stórblaði sem er.

Það felst bæði í því hversu flinkur teiknari hann er, hárfínum húmor, og hversu næmt skynbragð hann ber á samtímann og pólitíkina.

Þegar ég vann á blöðum í gamla daga vorum við stundum að reyna að koma upp skopmyndateiknurum.

En það gekk aldrei. Þeir sem gátu teiknað höfðu ekkert pólitískt nef – og öfugt. Maður lenti í því að reyna að segja skopmyndateiknurunum hvað þeir ættu að gera.

Slík vinnubrögð eru algjörlega vonlaus – útkoman verður þriðja flokks.

Þetta hefur verið yfirbragð skopmynda sem birtast í Morgunblaðinu. Það er líkt og þær séu teiknaðar að forskrift ritstjórans – myndirnar lýsa beiskju en ekki húmor.

Nú er deilt um skopmynd eftir Gunnar Karlsson sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Gunnar teiknar ekki jafn mikið og Halldór, en hann er flinkur. Ádeilan sem felst í myndinni er beitt, en það má líka vera að það sem hefur gerst í pólitík á Íslandi marki þáttaskil – að við höfum orðið vitni að stórtíðindum.

En maður getur verið nokkuð öruggur um Gunnar hefur ekki tekið við neinni fyrirskipun frá ritstjórninni um hvað hann ætti að teikna og hvernig. Hann er ekki í þeim lága gæðaflokki.

Annars er dálítið fyndið að harðasti slagur sem hefur verið um skopmyndir síðustu ár var einmitt um múslima og skopteikningar….

En hvað sem öðru líður, þá er fyndnasta skopmynd sem hefur birst í íslensku blaði síðustu vikurnar þessi, eftir Halldór Baldursson.

AR-140529838-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann