fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Borgir sem breyta um svip

Egill Helgason
Laugardaginn 31. maí 2014 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það komst einver einkennilegur kvittur á kreik um að stæði til að þengja Gullinbrú í Grafarvogi, þá miklu samgönguæð. Eftir því sem næst verður komist á þetta ekki við nein rök að styðjast. Það er hjólastígur undir Gullinbrú.

Best væri auðvitað að koma á betri vegtengingum milli Grafarvogs og bæjarins. Sundabraut myndi gera það. En samkvæmt nýja aðalskipulaginu mun svæðið milli austurhverfanna og Grafarvogs styrkjast  – það er ráðgert þétta byggðina verulega í kringum Elliðaárvog og í Skeifunni, því tengjast hugmyndir um að efla Suðurlandsbrautina sem samgönguás.

En það er víða mikil gerjun í skipulagsmálum. Við lifum á tíma þegar engin meginstefna í arkítektúr er ríkjandi, nema þá helst að reyna að gera borgirnar vistvænni og ekki eins háða bílaumferð. Þetta sjáum við út um allan heim – þetta er svar við mengun, loftslagsbreytingum og tímasóun.Því miður hefur þetta náð seint og illa til Íslands, höfuðborgarlandið þandist út um hátt í þrjátíu prósent á fáum árum fyrir hrun.

Hér eru nokkur skemmtileg dæmi um hvernig stórar akbrautir hafa mátt víkja fyrir vistvænna skipulagi. Fleiri má finna með því að smella hérna.

 

dtcpzv5andmrywco06rv

 

yeairwwkemrzfvarogng

Þarna var Embarcadero Freeway í San Francisco. Uppi höfðu verið áform um að rífa hraðbrautina, en jarðskjálfti sem varð 1989 flýtti fyrir þeim áformum.

 

wofvpkx2jlpu4voagmmg

 

xjqtsvr1qb6axuvjgeqo

Cheonggyechon í Seoul í Suður-Kóreu. Hraðbrautin ruddist þarna í gegnum hverfi sem var niðurnítt og fátæklegt. Hún hefur verið fjarlægð og lækur sem þarna rann hefur verið endurvakinn.

tkrtuwyxksuhbc2eutmm

 

hmndtohnyzeogvdbp5on

Harbour Drive í Portland, Oregon. Þetta var sex akgreina braut sem er nú grænn garður meðfram Willamette ánni.

 

rlxwjxgao5ucnv5ihpky

 

k7obqg2r6ezdfieskkua-1

Alaskan Way í Seattle sker miðborgina frá höfninni. Nú er verið að bæta þar úr. Akveginum verður breytt þannig að aðgengið að höfninni batnar og umhverfið verður fegurra og mannvænna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“