fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Sögur úr kvótakerfinu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. maí 2014 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er tilkynnt um uppbyggingu Frumkvöðlaseturs á Djúpavogi.

Það er gott og blessað, en dálítið virkar það eins og að setja á plástur þegar fóturinn er farinn af. Því ætlunin er að flytja allan kvóta frá Djúpavogi – þótt einhver smá frestun sé orðin þar á.

Eins hefur þetta verið í byggðarlögum víða um land. Kvótinn fer. Það er reynt að halda uppi einhverri atvinnu með styrkveitingum og með því að stofna „setur“.

Á sama tíma er ýmislegt á seyði hjá kvótahöfum þessa lands.

Viðskiptablaðið skýrir frá því að félagið Smáey sem var í eigu Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi skuldað 67 milljarða króna en sama og ekkert hafi fengist upp í kröfur.

En Guðbjörg Matthíasdóttir, kvótadrottning í Eyjum, eigandi Ísfélagsins, Lýsis, prentsmiðjunnar Odda og Morgunblaðsins, hafi keypt Íslensk-ameríska.

Á vefnum Tímarími má lesa að innan félagsins megi finna:

Meðal framleiðslufyrirtækja í eigu ÍSAM má nefna Mylluna, Ora, Frón og Kexsmiðjuna. ÍSAM er auk þess umboðsaðili Procter & Gamble hér á landi og flytur m.a. inn Pantene sjampó, Pringles flögur, Crest tannkrem, Pampers bleyjur, Ariel þvottaefni og Gillette rakvélar og rakblöð. Auk þess er ÍSAM umboðsaðili tóbaksfyrirtækisins Philip Morris.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu