Það er að verða ótrúleg breyting á því hvernig við getum komist frá Íslandi. Flugfélögum sem fljúga hingað fjölgar stöðugt og flugleiðunum líka.
Nú flýgur til dæmis Norwegian til og frá Bergen, Easy Jet flýgur til Edinborgar og Bristol en líka til Basel/Mulhouse, við er að bætast flugfélagið Flybe með flug til og frá Birmingham.
Það er miklu auðveldara að komast frá Íslandi en áður og ódýrara, enda er gríðarlegur vöxtur í millilandafluginu. Innanlandsfluginu hnignar hins vegar stöðugt eins og sést í þessum tölum frá Innanríkisráðuneytinu. Erlendir ferðamenn nota það sama og ekkert, einn veikleikinn er að engin tenging er milli innanlands- og millilandaflugs. Á sumu leiðum er líka ódýrara að fljúga innanlands en milli landa.
Mestallt flug núorðið er í lágfargjaldastílnum. Það er þröngt í vélunum og lítil þjónusta. Þetta er breyting frá því sem áður var – við lifum jú á tíma massatúrismans.
Svona var umhorfs á almennu farrými í vélum PanAm á sjöunda áratugnum. Þetta var almennilegt.