Merkilegt er að sjá í kosningabaráttunni tilraunir til að búa til eitthvað úr engu.
Það heita vindhögg.
Við sáum upphlaupið vegna skúranna í Vesturbænum.
Og svo vegna bifreiðarmála Dags B. Eggertssonar.
Nú er maður farinn að lesa greinar um að standi til að skemma Laugardalinn.
Þetta er hrein vitleysa.
Í nýju aðalskipulagi er gert ráð fyrir að efla Suðurlandsbrautina sem þróunar- og samgönguás.
Þetta myndi fela í sér að Suðurlandsbrautin fengi veigameira hlutverk í borginni og yrði væntanlega meira aðlaðandi.
Ekki mun af veita, en í raun er þetta mjög tímabært því fjölmörg hótel hafa risið í nágrenni Suðurlandsbrautar en umhverfið er frekar ótútlegt.
Laugardalurinn er þarna í grenndinni og ekki stendur til í að eyðileggja hann á nokkurn hátt.
Hilmar Þór Björnsson, sem skrifar um arkitektúr- og skipulag hér á Eyjuna, fjallaði um þetta í bloggfærslu fyrir nokkru. Hann kallar þessar fyrirætlanir „rós í hnappagat skipulags borgarinnar“