fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Trúfélög og ókeypis lóðir – jafnræðið og frelsið

Egill Helgason
Föstudaginn 23. maí 2014 23:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannski væri eðlilegast ef trúfélög fengju engar ókeypis lóðir undir bænahús, kirkjur eða moskur.

Að þar sætu allir við sama borð og þyrftu einfaldlega kaupa lóðir eins og aðrir og þyrftu að borga gatnagerðargjöld.

Á þessu virðist til dæmis vera skilningur í borgarstjórn.

Íslenska þjóðkirkjan hefur náttúrlega mikið forskot, hún situr að jörðum og lóðum út um allt land.

Í lögum stendur að skylt sé að úthluta lóðum undir kirkjur – margir hafa viljað breyta því.

Menn hafa túlkað lögin þannig að þau eigi við tilbeiðsluhús annarra trúfélaga, enda er bannað í stjórnarskrá að mismuna fólki eftir trúarbrögðum.

Og því hafa ásatrúarmenn, búddistar og rússneska rétttrúnaðarkirkjan fengið úthlutað lóðum.

Það er ekki nokkur leið að útiloka múslima, það væri beinlínis brot á 65. grein stjórnarskrárinnar.

Lesandi síðunnar sendi eftirfarandi athugasemd:

 

Ásatrúarmönnum, Rétttrúnaðarkirkjunni, Búddistum og Múslímum var lofað lóð samkvæmt lögum þar að lútandi árið 2006. Það er ekki hægt að úthluta þremur þeirra og afturkalla svo lögin, það heitir mismunun. Alveg sama hvað mönnum finnst um þau lög. ECRI sem er skammstöfun fyrir nefnd sem heitir European Commission against Racism and Intolerance, og er á vegum Evrópuráðsins ekki Evrópusambandsins, er með málið á athugunarlista og Reykjavíkurborg fengi áminningu frá þeim ef múslímarnir fá ekki að lóð undir sína mosku.
Reykjavíkurborg ætti ekki að taka áhættu á að fá stimpil fyrir kynþáttahyggju og Framsóknarflokkurinn ætti eftir þessa yfirlýsingu að vera tekinn af listanum yfir frjálslynda flokka í Evrópu.

 

Framsóknarflokkurinn er nefndur í lok þessa texta. Oddviti flokksins í Reykjavík stígur fram og segir að afturkalla eigi loforð sem gefið var múslimum um lóð undir mosku. Nú má vera að þetta sé sannfæring konunnar eða að hún sé að fiska í gruggugu vatni, að hún vonist til að fylgi flokksins aukist við þetta.

En flokkur sem situr í forsætisráðuneytinu getur ekki annað en vísað þessum málflutningi út í hafsauga. Það verður að taka af öll tvímæli um að flokkurinn sé ekki sammála þessu.

Allt er þetta líka mjög skringilegt. Samkvæmt Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur á ekki að úthluta lóðum „undir moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna“ (vill hún þá líka byggja hér?).

Sveinbjörg segist byggja þetta á reynslu sinni frá Saudi-Arabíu.

Jú, vissulega ríkir þar feikileg kúgun og alls ekkert trúarbragðafrelsi. Kirkjur er ekki að finna í Saudi-Arabíu.

En viljum við vera eins og hið forstokkaða afturhaldslið sem þar ræður ríkjum? Svarar maður í sömu mynt – með því að banna. Eða heldur maður sig ekki bara fast við frelsið?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir