fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Safnahúsið endurreist til fyrra hlutverks og virðingar

Egill Helgason
Föstudaginn 25. apríl 2014 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sannkallað gleðiefni að eitt fegursta og merkasta hús Reykjavíkur skuli aftur fá sitt gamla nafn.

Nú fær að að heita Safnahúsið eins og í upphafi í stað hins óímunnberanlega nafns Þjóðmenningarhús.

Þjóðmenningarhúsið varð til upp úr einhverju furðulegu bralli í kringum aldamótin síðustu. Þá voru bæði Landsbókasafn og Þjóðskjalasafn flutt af Hverfisgötunni, fyrst var þá  hugmyndin að fara með forsætisráðuneytið þarna inn – það var líkt og liður í viðleitni Davíðs Oddssonar til að samsama sig Hannesi Hafstein – en þegar það gekk ekki eftir var Þjóðmenningarhúsið stofnað.

Því miður hafði Þjóðmenningarhúsið aldrei neitt inntak. Þarna hefur verið reynt að setja inn einhverjar sýningar, en um leið hefur þetta verið ráðstefnu-, veislu- og kokkteilhúsnæði fyrir ríkið.

Þjóðmenningarhúsið hefur verið opið fyrir ferðamenn – á erlendum ferðavefsíðum má lesa að þetta sé einn af þeim stöðum í Reykjavík sem helst valda ferðamönnum vonbrigðum.

Nú er ætlunin að í Safnahúsinu verði sett upp sýning í samstarfi Þjóðminjuasafnsins, sem sér um rekstur hússins, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafnsins, Landsbókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar.

Þarna er tækifæri til að ljá þessu merka húsi alvöru inntak – sem rímar við hið upprunalega hlutverk þess.

standard_island__e2_80_93_litteratur__e2_80_93_1_1[1]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið