fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Verðlaunaþýðing Ingunnar – og hinar sem eru líka frábærar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. apríl 2014 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingunn Ásdísardóttir er feikilega vel að Íslensku þýðingarverðlaununum komin. Þau hlýtur hún fyrir bókina Ó – sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen. Bókin er þýdd úr færeysku – þetta er stór bók bæði í sniði og hugsun, það var ekki áhlaupaverk að þýða þennan texta.

En það gerir Ingunn af feikilegri list.

Annars er þetta eiginlega hálf sorglegt – eða kannski gleðilegt.

Þarna voru nefnilega tilnefndar aðrar þýðingar sem hefðu verið mjög verðugar þessara verðlauna. Jú, það er sorglegt að þær séu ekki verðlaunaðar, en gleðilegt að slíkar afbragðsbókmenntir skuli birtast í góðum íslenskum þýðingum.

Þarna er hið mikla rit Rannsóknir eða Istoriai eftir Heródótos, verkið sem segir frá stríðunum milli Grikkja og Persa. Stefán Steinsson gerði þá þýðingu.

Þarna er heildarsafn ljóða Tomasar Tranströmer, Nóbelsverðlaunahafans sænska, í þýðingu Njarðar P. Njarðvík.

Og þarna er eitt af höfuðverkum bandarískra bókmennta, As I lay dying, Sem ég lá fyrir dauðanum, en það þýddi Rúnar Helgi Vignisson.

Það hefur ekki verið auðvelt að velja milli þessara þýðinga, hver þeirra sem er hefði getað hreppt verðlaunin. Lesendur síðunnar eru hvattir til að kynna sér þessar bækur.

ImageHandler

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið