Mbl.is tekur saman lítið próf úr öndvegisritalista Kiljunnar.
Maður getur hakað við til að sjá hverjar af 50 efstu bókunum maður hefur lesið.
Ég ætla að gera játningu – útkoman varð að ég hef bara lesið 41.
Sum rit hefur maður reyndar ekki lesið nema að hluta til – það á við um Eddu og Sturlungu.
En þetta er kannski ekki nógu gott.
Hér má finna prófið á Mbl.is.
Margir hafa lesið eitthvað í Sturlunga sögu, en færri hafa lesið ritið allt. Þetta er myndskreytt síða úr Króksfjarðarbók sem er annað meginhandrit Sturlungu.