Í Kiljunni á miðvikudagskvöld fjöllum við um safn ljóða Gerðar Kristnýjar en það er að koma út þessa dagana. Í þessa bók er safnað saman öllum ljóðabókum Gerðar, fimm talsins.
Við bregðum okkur upp á Skólavörðuholt og fjöllum um hin miklu áform um að reisa þar Háborg íslenskrar menningar. Um þessar hugmyndir er fjallað í bókinni Háborgin eftir Ólaf Rastrick.
Feðgarnir Benedikt Jóhannesson og Jóhannes Benediktsson koma í þáttinn og segja frá bók með íslenskum þjóðsögum sem þeir hafa tekið saman upp úr safni Jóns Árnasonar. Aðgengileg bók með þjóðsögunum hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið.
Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær nýútkomnar bækur: Heiður eftir Elif Shafak og Hinumegin við fallegt að eilífu eftir Katherine Boo.
´´´+