fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

García-Marquez og hin stóra bók hans

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. apríl 2014 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Marquez var ein af hinum stóru bókum unglingsára minna – og fólks sem var á mínu reki. Nú er Marquez látinn, 87 ára að aldri.

Það var um 1975 að maður fór að hafa spurnir af þessari miklu skáldsögu. Leið hennar var nokkuð löng, því hún kom fyrst út í Kólumbíu 1967. Hún barst ekki strax til norðurálfu. En þegar þarna var komið voru afar margir farnir að lesa hana. Það var manni mjög til framdráttar í partíum að hafa lesið Marquez.

Bókin kom svo út á íslensku í þýðingu Guðbergs Bergssonar 1978.

Þetta var algjör sprengja – full af ótömdu hugmyndaflugi, dásamlegri sagnamennsku, fáránlega stórum og undarlegum persónum.

Hundrað ára einsemd varð eins og flaggskip fyrir suður-amerískar bókmenntir – heimurinn lá í þeim árin eftir að hún sló í gegn. Margir reyndu að apa eftir töfraraunsæið svokallað, furðurnar sem voru eins og eðlilegur hlutur í sagnaheimi Marquezar.

Nafn Marquezar verður um ókomna tíð bundið við þessa klassísku bók, hann samdi fleiri góðar bækur, en náði samt aldrei þessum hæðum. Þarna er einfaldlega ein af hinum stóru bókum 20. aldarinnar.

Cien_años_de_soledad_(book_cover,_1967)

Kápan á frumútgáfunni á Hundrað ára einsemd frá 1967.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið