fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Borgarstjórnarkosningar – stóru línurnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. apríl 2014 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sjálfsagt alveg rétt hjá Gunnari Helga Kristinssyni að kosningabaráttan í Reykjavík sé galopin.

Gunnar Helgi segir að varla sé hægt að álykta að Samfylkingin sé endilega stærsti flokkurinn í borginni þótt  hún hafi nokkuð forskot í síðustu könnun. Þar er hún með 27,6 prósent.

En Sjálfstæðisflokkur er með 25,5 prósent og Björt framtíð með 24,3 prósent.

Allmjög styrkir það þó stöðu Samfylkingarinnar að langflestir aðspurðir í nýrri skoðanakönnun segjast vilja Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra. Hann er semsagt búinn að byggja upp mikið persónufylgi – sem leiðtoga Samfylkingarinnar á landsvísu skortir alveg.

Ákveðnar línur sem eru skýrar.

Núverandi meirihluti Samfylkingar og BF á mjög góða möguleika á sitja áfram. Ef hann fellur getur hann hæglega boðið VG eða þá Pírötum í samstarfið. Stjórnarskipti í borginni eru mjög ólíkleg.

Sjálfstæðisflokkurinn er 8 prósentustigum lægri en hann var í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá var það minnsta fylgi sem flokkurinn hefur haft í borginni.

Öll sund virðast vera lokuð fyrir Vinstri græn, flokkurinn er einungis með 6,5 prósent.

Píratar eru talsvert hærri, með 10,5 prósent og gætu farið að setja stefnuna á tvo borgarfulltrúa.

Það breytir afar litlu um fylgi Framsóknar þótt flokkurinn hafi engan frambjóðanda í fyrsta sæti.

Samanlagt eru stjórnarflokkarnir með 28,5 prósenta fylgi í borginni.

Ekki virðist vera brennandi áhugi á kosningunum. Kosningar voru dálítið öðruvísi þegar Sjálfstæðisflokkurinn og vinstri flokkarnir háðu grimmilega baráttu um borgina. Nú virðist það vera liðin tíð. Það verður forvitnilegt í því sambandi að sjá kjörsóknina. Í Reykjavík var hún 77 prósent í kosningunum 2006,  83,9 prósent 2002 en aðeins 73,4 prósent 2010.

Er hægt að spá því að kjörsóknin verði ennþá minni í ár?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið