fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Möðruvellingar aftur í Framsókn fjórum áratugum eftir útgönguna

Egill Helgason
Mánudaginn 14. apríl 2014 01:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkru sat ég í leigubíl með málglöðum bílstjóra sem sagðist eitt sinn hafa starfað í Framsóknarflokknum.

Hann talaði afar hlýlega um Eystein Jónsson, sagði að hann hefði verið góður maður og réttsýnn.

Hann var ekki eins hrifinn af Ólafi Jóhannessyni – arftaka Eysteins.

Sagði að hann hefði verið einráður og dulur.

Mestu mistök Ólafs voru að hrekja úr Framsóknarflokknum helsta leiðtogaefni hans – nefnilega Ólaf Ragnar Grímsson, sagði bílstjórinn.

Þetta gerðist á árunum upp úr 1970. Þá varð til svokölluð Möðruvallahreyfing ungra framsóknarmanna undir forystu Ólafs. Þeir voru á móti Vietnamstríðinu, vildu sumir her úr landi og horfðu til vinstri um ríkisstjórnarsamstarf.

Það fór svo að margir af Möðruvellingunum flæmdust úr Framsóknarflokknum. Ólafur Ragnar fór í Samtök frjálslyndra og vinstrimanna en gekk síðar til liðs við sósíalistana í Alþýðubandalaginu. Náði að verða formaður þess flokks, en var þó aldrei viðurkenndur almennilega af svokölluðu flokkseigendafélagi.

Með Ólafi í för var yfirleitt vinur hans og semherji Baldur Óskarsson.

Nú segir Eyjan frá því að Baldur sé orðinn erindreki á skrifstofu Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. Hann er semsagt kominn aftur heim.

Hið sama á auðvitað við um Ólaf. Eftir fjarvistir er hann aftur orðinn einn helsti leiðtogi Framsóknarmanna sem slá dygga skjaldborg um hann.

bannertext

Elías Snæland Jónsson skráði sögu Möðruvallahreyfingarinnar á bók fyrir nokkrum árum eins og sjá má á þessari vefsíðu. Þar má sjá þessa ljósmynd. Þarna er fundað hjá Framsóknarflokknum, þeir eru hvor sínu megin á myndinni nafnarnir Ólafur Jóhannesson og Ólafur Ragnar Grímsson. Þeim samdi illa.

eindalkur

Þarna er líka að finna þessa mynd af Baldri Óskarssyni, sem þá var formaður Sambands ungra framsóknarmanna, flytja ræðu á fundi hjá herstöðvandstæðingum 1970. Bak við Baldur er Ragnar Arnalds, sem þá var formaður Alþýðubandalagsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun