fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

And-aprílgabb

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. apríl 2014 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að skuldafrumvarp ríkisstjórnarinnar hafi breyst í nokkurs konar and-aprílgabb.

Fyrir nokkru var boðað að fyrsta umræða um frumvarpið hæfist á Alþingi í dag. Þetta er, eins og alþjóð veit, stærsta mál ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili.

Svo rekur einhver augun í að fyrsti dagur þingmeðferðar er sjálfur gabbdagurinn, 1. apríl. Það verður uppi fótur og fit og úr forsætisráðuneytinu berast þau skilaboð að umræðunni skuli frestað, svo ekki virðist eins og það sé allt í plati.

En það var fjármálaráðherra sem á að mæla fyrir frumvarpinu – og í ráðuneyti hans sáu menn ekkert athugavert við að þótt dagsetningin væri 1. apríl. Kannski hafði enginn tekið eftir því heldur?

Úr þessum vandræðagangi er semsagt orðið and-aprílgabb. Þetta er ekki í plati.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum