fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Margur verður af aurum api

Egill Helgason
Föstudaginn 7. mars 2014 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef frétt Morgunblaðsins um að Már Guðmundsson hafi látið Seðlabankann greiða kostnaðinn vegna málaferla sinna er rétt, er ljóst að dagar hans í bankanum eru brátt taldir.

Þetta ber vott um gríðarlegan dómgreindarskort. Maður trúir þessu varla, en fréttin hefur ekki verið borin til baka.

Már fór í mál til að reyna að sækja hærri laun, hann tapaði málinu. Þetta er alfarið hans einkamál.

Málsóknin var reyndar mjög misráðin á sínum tíma. Seðlabankastjórinn vildi fá laun sín hækkuð á sama tíma og þjóðin var að taka á sig mikla kjaraskerðingu og bakinn hafði í frammi umvandanir um að ekki mætti hækka launi.

Hvað veldur því að menn missa svona sjónar á því sem er rétt og siðlegt? Á hér við gamla máltækið að margur verði að aurum api?

En við þessar kringumstæður er ljóst að bankastjórinn missir alla samúð. Það verður létt verk fyrir ríkisstjórnina að skipa annan í hans stað.

Reyndar er víðar pottur brotinn í kjaramálum á æðstu stöðum. Undanfarin ár höfum við þurft að hlusta upp á sárar kvartanir bankastjóra Landsbankans um að hann sé ekki með nógu hátt kaup. Landsbankinn er nær alfarið í eigu ríkisins.

Nú er harmagráturinn ekki alveg jafn sár, því þeim tókst að toga laun bankastjórans verulega upp – þótt enn sé hann nokkur eftirbátur kollega sinna í Arion og Íslandsbanka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda