Ég ætla að birta þessa mynd af móðurbróður mínum, Jóhannesi Ólafssyni, lækni og kristniboða.
Fyrir fáum mönnum ber ég meiri virðingu en Jóhannesi – og hef gert frá barnsaldri.
Hann hefur stundað læknisstörf í Eþíópíu stóran hluta ævi sinnar. Hann hefur verið læknir í héruðum þar sem var annars enga heilbrigðisþjónustu að fá. Hann er nú búsettur í Noregi, móðir hans, amma mín var norsk, en Jóhannes er þó íslenskur ríkisborgari.
Jóhannes er fæddur 1928, hann er nýkominn frá Eþíópíu í enn eitt skiptið. Ég hef áður bloggað um hann og hinn móðurbróður minn Harald sem líka hefur unnið afar merkilegt starf í Afríku.
Hann er að fá stóra orðu frá norska kónginum, verður riddari af fyrstu gráðu, í umsögn segir að þetta sé fyrir þýðingarmikið starf í heilbrigðisþjónustu í Eþíópíu, einkum læknisþjónustu við mæður og börn.
Og eins og ég segi, þessi ljósmynd segir meira en þúsund orð um Jóhannes og starf hans.