Lesandi síðunnar benti á hversu snjallt orðið spilavíti væri.
Þetta segir eiginlega allt. Minnir helst á helvíti.
Það var glöggur maður sem bjó til þetta orð. Það er verulega gildishlaðið, eins og kallast í dag.
Annað gott orð er vínstúka. Það er íslenskt orð yfir bar, heyrist núorðið alltof sjaldan.
Lesandinn telur að Halldór Halldórsson prófessor hafi búið til þetta orð – beinlínis til að stríða stúkumönnum sem hann þekkti.