Ég er kynnir á þessum tónleikum á morgun – nei, óttist ekki, ég ætla ekki að syngja sjálfur.
Þarna flytja frábærir íslenskir flytjendur eins og Hansa, Lay Low, Védís Hervör og Sverrir Guðjónsson franska tónlist.
Lögin eru þekkt af flutningi tónlistarmanna eins og Serge Gainsbourg, Camille, Jacques Brel og Francoise Hardy – með smá viðkomu á miðöldum.
Klukkan 17 á fimmtudag á Háskólatorgi. Eins og kemur fram á auglýsingunni eru frönsk vín í boði og aðgangur ókeypis en framlög til Landsbjargar eru vel þegin.