Þetta er skemmtilegt.
Lag eftir söngvarann Pharrell Williams, úr teiknimyndinni Despicable Me 2, heitir Happy og fjallar um gildi þess að vera glaður og jákvæður.
Einhvern veginn hefur þetta lag verið að breytast í mótmælasöng með afar skemmtilegum hætti. Ákall um að fólk sameinist. Gefist ekki upp fyrir valdi.
Og hér er lagið eins og það hefur hljómað á Maidan torgi í Kiev. Þetta er magnað.
Hér sjáum við útgáfu af laginu frá Túnis þar sem hafa verið mikil átök síðustu árin.
Eins og segir í þessari grein var þetta lag algjörlega ópólitískt þegar það varð til, en nú hefur það öðlast sterka pólitíska merkingu víða um heim.